11. apríl 2004

Öllu gamni fylgir nokkur alvara
Ég var nú að vonast til að fá einhvern frumlegri málshátt, einhvern sem maður hefði þurft að pæla í til að skilja merkinguna. Annars er ég alveg ósammála því að maður geti ekki gert að gamni sínu án þess að einhver alvara liggi þar á bak við. Ef svo væri þá væri bara ekkert gaman. Maður yrði vænisjúkur þegar fólk væri að gantast í manni, færi alltaf að leita að einhverri dýpri og alvarlegri merkingu á bakvið gamanið. Hugsum okkur tildæmis aumingja Ronju sem ég hef oft og mörgum sinnum kallað illfygli mér til skemmtunar. Ef hún trúir því að öllu gamni fylgi nokkur alvara hefur hún örugglega hugsað: "Er ég fugl? Er ég vondur fugl? Af hverju finnst Helgu það? Hefur hún séð mig fljúga eða finnst henni að ég sé eins og bjánalegur ófleygur útdauður geirfugl - já hún er að meina að ég sé gamaldags..."
Jibbííí! Skröggur er loksins búinn að raka sig, ég ætla að fara og kyssa hann allan :)
Óska öllum landsmönnum til sjávar og sveita ánægjulegs páskaeggjaáts og skemmtilegra málshátta...



Engin ummæli: