9. apríl 2004

Til hamingju með ammælið AA fólk
Ég myndi skála fyrir ykkur ef ég væri bumbulaus, en aðallega myndi ég skála fyrir tilboðinu í íbúðina mína sem kom í dag!!! Jibbískibbí :) Það semsagt stefnir allt í það að ég verði grandvar Grandabúi innan tíðar, það eina sem getur stöðvað mig er greiðslumatið í bankanum... en vei hverjum þeim sem treystir mér ekki til að borga skuldir mínar því ég hef aldrei verið þekkt fyrir annað en að standa í skilum.
Ótrúlegt að þetta sé allt að ganga upp... er nema rúm vika síðan við fórum að hugsa okkur til hreyfings?
Húrra fyrir fasteignasölunni Þingholti og Fröken Fasteignasala!!!

Engin ummæli: