5. apríl 2004

Og spennan er í hámarki... dómarinn er kominn með klukkuna upp í sig...
Þvert á alla mína svartsýni fengum við gagntilboð í dag og það bara nokkuð gott, já bara framar öllum vonum :) Svo kom Fröken Fasteignasali í heimsókn í kvöld, tók fullt af myndum og við skrifuðum undir ótal pappíra. Ææææ það bara verður einhver að falla fyrir íbúðinni okkar ekki seinna en strax svo við getum keypt hina! Ég lagði mitt af mörkum til að gera íbúðina söluvænlega, fyrst með því að stjórna hreingerningum og svo með því að benda á bestu sjónarhornin til myndatöku, var aldeilis búin að stúdera þau um helgina! Árangurinn kemur í ljós á netinu á morgun...
Á morgun ætla ég að vakna laus við allan spenning út af þessum ósköpum og einbeita mér að lærdómnum. Það er nefnilega eitt sem er víst og það er að það er næsta víst að það verði próf í maí hvort sem þetta fasteignabrask gengur upp eða ekki! Já víst er það...

Engin ummæli: