6. maí 2004

Af vöggum og perum

Fórum í bumbuskoðun í morgun og allt í stakasta lagi. Ég sveiflast frá því að óska þess að Mosi komi í heiminn í dag svo ég sleppi við prófin og að óska þess að hann komi á miðvikudaginn þegar ég verð búin í prófum, búin að fá rafgræjuna sem á að hindra sársaukaboð á meðan hríðum stendur og fara í kynnisferð á fæðingardeildina.
Mosa finnst ekki gaman að læra fyrir próf. Um leið og ég tek upp möppuna byrjar hann að hiksta og svo sparkar hann í bókina þegar hún liggur á bumbunni. Bumban er stór. Þegar ég borða peru lekur safinn niður á hana... og það er ekki gott því ég á nú ekki svo marga boli eftir sem passa á mig. Annaðhvort verð ég að setja á mig svuntu, hætta að borða perur, borða þær ber að ofan eða vera alltaf að þvo. Á eftir að taka ákvörðun um lausn á þessum peruvanda.
Ég nenni ekki að læra en ég nenni heldur ekki að vera illa undirbúin í prófunum... Fæðstu núna Mosi!!! Nei annars... þá þarf ég að lesa fyrir próf í sumar þegar verður alltaf gott veður og ég í fríi...
Voðalega er þetta líf stundum erfitt, sérstaklega fyrir latar svínkur.
Það er æðisleg vagga komin inn í svefnherbergið... er furða að maður geti ekki einbeitt sér?

Engin ummæli: