Búin að fara í gönguferð dagsins með viðkomu á kaffihúsi og bókasafninu. Bækurnar sem ég tók á laugardaginn björguðu geðheilsunni í andvökunum um helgina svo ég dreif mig í að ná í fleiri til að hafa við höndina ef ástandið lagast ekki! Í nótt las ég Fram í sviðsljósið sem er snilldarverk. Þegar ég las þessa bók fyrir mörgum árum var Guðni Ágústsson ekki kominn fram í sviðsljósið, en hann hefur kannski fengið hugmyndir úr henni til að koma sér á framfæri...
Annars er ég voða andlaus, held að heilastarfsemin minnki eftir því sem lengra líður á óléttuna. Það sem ég er til í að fara að drífa þetta af!!! En það þarf víst tvo til í þessu eins og öðru, kannski hefur barnið það bara alltof gott þarna inni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli