4. maí 2004

Fólk sem getur ekki hugsað almennilega um gæludýr á ekki að fá sér hund. Ef þetta hundskvikindi sem er örugglega krulluð leiðindamoppa hættir ekki að góla innan klukkustundar þá enda ég örugglega á geðdeild. Ég vildi óska að þessi rakkaskratti fengi hjartaáfall hið snarasta enda væri honum örugglega betur borgið í eilífðinni en að drepast úr leiðindum hinumegin við vegginn.
Svo mælir Gríshildur grimma grautfúl í próflestri.

Engin ummæli: