5. maí 2004

Langt síðan ég varð eins glöð við að líta í spegil og þegar ég vaknaði í morgun... mig hafði nefnilega dreymt að ég væri öll afmynduð af bjúg, augun falin á bak við þrútnar kinnar... en ég er bara alveg eins og ég var í gær, takk fyrir það :)

Spangólið hætti ekki í gær og ef ég fell á lyfjafræðiprófinu fer ég og raka moppuna sköllótta. Gæti bjargað málunum að ég fékk ágætis lestrarfrið meðan ég beið eftir stelpugrísnum hjá tannlækninum, en það var samt bara innan við klukkutími. Kannski ég fari bara á tannlæknastofuna í dag ef hundurinn byrjar...

Í dag verður lesið fyrir næringarfræðipróf. En fyrst þarf ég að ná mér í næringu... hvenær ætli sjoppan opni?


Engin ummæli: