Hvað á það að þýða að vakna svona um miðja nótt og geta ekki sofnað aftur? Ekki samt eins og það skipti einhverju máli þvi það er ekki eins og ég þurfi að mæta í vinnu eða lesa fyrir próf...
Við Skröggur erum búin að fara í skoðunarferð á fæðingardeildina, reyndar fengum við ekki að sjá svona fæðingarherbergi því þau voru öll í notkun en við fengum að skoða Hreiðrið sem er svona sólarhringsvistun fyrir mömmuna, pabbann og nýja barnið og þangað fær maður að fara ef fæðingin gengur vel og ekkert amar að mömmunni eða barninu. Það sem ég skal komast í þetta Hreiður! Annars þarf ég að fara á einhvern sængurkvennagang og dúsa þar Skrögglaus allt upp í fjóra daga skilst mér. Nú verður það bara harkan sex í járntöfluáti og grindarbotnsæfingum til að undirbúa hasarinn :)
Mig langar að verða syfjuð... ætli þetta virki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli