19. maí 2004

Jamm og jæja, ekki þóknaðist Mosa að koma í dag svo ég hélt bara áfram að sauma bangsamyndina og sofa til skiptis eftir að hafa farið í bumbuskoðun í morgun. Blóðþrýstingurinn hafði hækkað og barnið stækkað... síðasta spá var 15 merkur en núna heldur ljósan að hann verði 16 merkur... hjálp! Við grísla litla fengum okkur gönguferð í kulda og roki og rétt misstum af mótmælunum á Austurvelli. Sóley lagði land undir fót og kom alla leið frá Hafnarfirði til að heimsækja mig, mér til mikillar ánægju. Svo í kvöld druslaðist ég í heimsókn til ömmu sem var voða fegin að sjá mig, sérstaklega vegna þess að hún var orðin tóbakslaus og nennti ekki út í sjoppu! Sendi mig sem leið eins og fífli með bumbuna að kaupa birgðir af Winston... en svo afhenti hún mér rosa flott teppi sem hún heklaði handa Mosa og þá gat ég ekki verið fúl lengur út af andskotans sígarettunum! Jæja, veit ekki meir...

Engin ummæli: