1. júní 2004

Ég á tvær íbúðir. Önnur er full af kertum og hvítum blómum, hlýjum hugsunum, samúð og ást sem fjölskylda og vinir hafa gefið okkur. Hin hefur auða veggi sem við byrjum að mála á morgun, ljóta innréttingu sem við löppum upp á, skápa sem verður fleygt og nóg pláss fyrir nýjar vonir.
Það birtir til.
Næsta blogg verður glaðlegt...

Engin ummæli: