15. júní 2004

Jæja, loksins orðin nettengd á Grandanum!
Búin að þrífa og afhenda Melinn og nú er bara að klára að ganga frá draslinu sem á sér engan stað og hengja upp myndir og þá er allt orðið eins og það á að vera.
Eftir allt sem á undan er gengið ákváðum við að gera vel við okkur og pöntuðum ferð til Mallorca, brottför eftir tvær vikur! Ef einhver veit hvernig er hægt að losna við slappan maga á tveim vikum (helst án þess að sneiða hjá bjórdrykkju) má hinn sami kenna mér aðferðina :)

Engin ummæli: