20. júní 2004

Engillinn minn er fjögurra vikna í dag. Tíminn líður svo undarlega að ég er farin að skilja hvað er átt við með "hver dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir" í þessum bilaða þjóðsöng okkar.
Grísastelpa er farin til Svíþjóðar að blása með lúðrasveitinni sinni og því miður er veðrið glatað, rigning og þrumuveður!!! Það á að vera gott veður þegar maður fer til útlanda...
Það var ferlega tómlegt þegar hún var farin en sem betur fer komu mamma og lillebro svo við erum ekki bara tvö í þessari stóru íbúð.
Hitti gjaldkera húsfélagsins og komst að því að við rétt sluppum við að þrífa sameignina í þessari lotu og eigum ekki þrif fyrr en eftir tólf vikur! Það er æðislegt, þá getur maður farið út og suður (eins og skræki sköllótti sjónvarpskarlinn) án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stífluðum sorplúgum...
Frétti af konu sem leist ekkert á ræðuna hans Davíðs 17. júní og var ekkert að fela það, lögreglan kom að skipta sér af en það dugði ekki til því öskrin heyrðust alla leið í fréttatíma sjónvarpsins!!!
Styttist í sólarferðina, er búin að finna lausn á slappamagavandamálinu: bara nógu mikill bjór og þá verður manni alveg sama...

Engin ummæli: