19. júlí 2004

Þetta var frábær helgi. Ég spanaði út um allt á línuskautunum og er bara orðin allt önnur manneskja en stirða skrukkan sem baðaði út öngunum skjálfandi á beinunum á fimmtudaginn. Á samt eftir að ná betri tökum á því að stíga upp og niður af gangstéttum og að komast yfir götu án þess að hrasa um hvíta gumsið sem er notað til að merkja gangbrautir og helst þá á styttri tíma en fimm mínútum...
Grísla mín er að fara til litlu Ítalíu í dag, svo það verður tómlegt í kotinu... en gaman hjá henni að hitta vinkonurnar þar og vera í dekrinu hjá ömmu og afa :)
Þarf að fara með gælutölvuna í viðgerð því diskadrifið neitar að viðurkenna að það eigi að lesa diska og hvað þá skrifa á þá. Þetta þykir mér harla fúlt þar sem ég hef í mesta lagi opnað þetta skrambans drif 20 sinnum!
Línuskautar eru jafn vitlaust orð og stígvél. Skautarnir sjálfir eru ekki í línu heldur hjólin. Og ekki er gert ráð fyrir að maður skauti á línu er það? Nú mun Gríshildur loftfimleikagylta skauta á 20 mm sverri línu í 10 metra hæð...

Engin ummæli: