17. júlí 2004

Ég hreinsaði vefina burt með dagblaði.
Hún kom strax hlaupandi og gerði nýja.
Skröggur brenndi vefina með kveikjara og hrakti hana niður af svölunum.
Hún vippaði sér upp á svalirnar aftur.
Hún hugsaði sig aðeins um, pakkaði grillinu inn, svo stólnum sem ég sat á og því næst spann hún langa línu og sveiflaði sér eins og Tarzan í áttina til mín.
Stríðinu er lokið.
Ég tapaði.


Engin ummæli: