20. júlí 2004

Ég sat og saumaði út í rólegheitum á meðan makinn horfði á torfærukeppni í sjónvarpinu. Komst ekki hjá því að heyra lýsingarnar hjá þulnum og heyrðist ekki betur en að þetta væri einhvers konar hjónakeppni í torfæru.
"Gunnar Gunnarson og hans maki."
"Virðast eiga í einhverjum erfiðleikum í hægri beygjunni og lenda á maganum".
"Haraldur Pétursson. Og hans maki".
"Ökumennirnir eru með sérstaka hlíf til að verja sig".
Nú vaknaði forvitnin hjá mér og ég leit upp úr saumunum.
Komst þá að því að einn keppendanna var Norðmaðurinn Hans Maki.
 

Engin ummæli: