23. júlí 2004

    Þarna mun ég vakna í fyrramálið 
 

Búin að setja helstu nauðsynjar í mallorcísku ferðatöskuna mína og nú bíður hún ásamt 100 kg af gardínum, gardínustöngum, gardínustangafestingum, gardínustangahnúðum og Gríshildi eftir því að Ingalína hætti að vinna svo ferðin mikla til Egilsstaða geti hafist. Þessi gamla vinkona er nýbyrjuð að blogga og er því að sjálfsögðu komin í góðsfólkshóp Gríshildar.
Í gær lögðum við Skröggur land undir dekk og ókum til Stokkseyrar þar sem glerenglar biðu nýs eiganda (mín) í listagalleríi þar. Þegar maður fer í svona ferðalag er skylda að finna sjoppu og borða þar hamborgara eða pylsu (þetta vita allir sem hafa unnið á sambýli!). Slíka búllu fundum við á Þorlákshöfn. Best að vera ekkert að tala mikið um þann stað, einhverjum gæti sárnað. Svo fórum við beint á Gaukinn og hlustuðum á Dúndurfréttir spila uppáhaldslögin okkar. Hefði verið fullkomið ef
  • bassinn hefði verið aðeins minna diskó
  • húsið hefði ekki fyllst af athyglissjúku leikarapakki úr Hárinu sem orgaði júría híp og komfortablí nömb þar til það fékk sínu framgengt. Var alveg á skjön við rólegheita stemninguna í salnum. (Hvernig væri að skella sér á Hárið og heimta óskalög...)

Þegar ég verð fræg ætla ég aldrei að heimta óskalag.


Engin ummæli: