15. september 2004

Hafiði heyrt um merkar uppgötvanir sem urðu vegna tilviljana? Dæmi um slíkt er franskur rennilás sem var fundinn upp eftir að einhver (væntanlega Frakki?) labbaði í gegnum skóg og varð allur þakinn einhverju dóti sem loddi við hann. Í stað þess að taka kast og láta konuna sína plokka loðið af sér fékk hann einkaleyfi og er örugglega ríkur maður í dag (þótt ekki væri nema vegna allra einhverfusambýlanna) ef hann er enn á lífi.
Nú hef ég, Gríshildur, sjálf gert merka uppgötvun fyrir algjöran grís. Þar sem ég er góð kona hef ég ákveðið að deila henni með heiminum og vera ekkert að vesenast í einkaleyfum eða neinu slíku.
Ég hef semsagt fundið upp hræódýran aðferð til að grennast og hún er ekki nærri því eins ógeðsleg og "sleikjahráankjúklingaðferðin".

Það eina sem þarf er espressokanna til að setja á eldavélarhellu og merrild kaffi. Hellið upp á kaffið, drekkið einn til tvo bolla og von bráðar mun hinn görótti drykkur ásamt öðru sem neytt hefur verið þann dag gusast út um óæðri enda yðar. Athugið að ekki þýðir að nota aðrar kaffitegundir í þessum tilgangi.
Gera má ráð fyrir nokkru vökvatapi en það má að sjálfsögðu bæta með hinu dýrðlega íslenzka kranavatni. Hversu mikið þér munuð leggja af veltur á þyngd yðar í upphafi meðferðar og hversu mikið átvagl þér eruð.


Merrild, setur brag á sérhvern dag og kemur línunum í lag...

Engin ummæli: