13. september 2004

Litningur, gen, DNA... rosalega uppbyggjandi að lesa um allt sem getur farið úrskeiðis í einni mikilvægri frumuskiptingu...
Að sjálfsögðu kom ekkert svoleiðis fyrir engilinn minn, hann var bara of góður fyrir þennan heim, þessvegna finna læknarnir ekki neitt og þessvegna hafa þeir ekki ennþá hringt og sagt að það séu komnar niðurstöður...

Amma og tölvan eru ekki alltaf vinkonur. Það getur verið erfitt að muna hvaða músahnapp á að nota. Það getur verið erfitt að skilja að þráðlausa netið nái ekki í bústaðinn uppí Kjós. Það er erfitt að muna að það má ekki pota í skjáinn þótt hann sýni eitthvað spennandi. Það er dularfullt að það þurfi ekki blek í skjáinn til að búa til alla þessa liti...

Og það er erfitt að vera kennari þegar nemandinn kannast ekkert við að hafa lært eitthvað sem var tuggið ofan í hann æ ofan í æ dögum saman...

En samt skilar þetta allt árangri. Amma er í uppsveiflu og það er sigur út af fyrir sig.

Grænn páfagaukur hefur sést sitja á öxl eiganda síns. Reyndar með skjálfandi vængi. Hinum sama glæpagauki hefur einnig tekist að fleygja kornhýði ofan í lyklaborðið mitt.

Alveg ætti ég nú skilið að fá TÚLE. Hvar er Lauga með tollinn???

Engin ummæli: