19. september 2004

Svínastía er mjög viðeigandi orð yfir eldhúskrókinn minn í dag. Þar sést í bert gólfið, vatnsrör og það versta af öllu: skólpviðbjóðsrör. Gamla innréttingin er farin í Sorpu. Ég borga sorphirðugjöld fyrir að ruslakarlarnir komi og taki heimilissorpið hjá mér og finnst það sjálfsagt. Hins vegar finnst mér ekki sjálfsagt að borga fyrir að rífa eldhúsinnréttingu í öreindir, flokka timbur, flísar, skrúfur... fá lánaða kerru og drusla þessu öllu í Sorpu þar sem ég þarf svo sjálf að taka draslið úr kerrunni og hlaupa með það á milli gáma. Fyrir hvaða þjónustu er ég að borga??? Mér finnst nær að ég fengi borgað fyrir að henda ekki bara öllu saman í sjóinn óflokkuðu...
Á morgun kemur svo fína Brúnás innréttingin. Kannski tekst mér að elda góðan mat þegar hún verður komin upp.

Engin ummæli: