Blessaður fiðurfénaðurinn á heimilinu... það er langt síðan ég hef hlegið eins mikið! Í dag var Kíkí að borða úr sínum dalli og Kermit datt í hug að fá sér smakk af þessum girnilegu fræjum. Hann náði ekki einu fræi áður en Kíkí goggaði í hann. Kermit flúði móðgaður efst í búrið þar sem hans eigin matardallur er og tuðaði eitthvað þar. Þá prílaði Kíkí upp til Kermits, tróð sínum stóra haus í litla dallinn hans og byrjaði að éta! Kermit var slétt sama um þennan matarþjófnað en byrjaði þess í stað að greiða gula skúfnum hans Kíkí sem stóð upp úr dallinum! Kannski var þetta útpælt hjá Kermit því ég sá ekki betur en Kíkí hefði steinsofnað með hausinn ofan í matnum...
Þar sem ég tuðaði yfir þessari exemhúðlæknarannsóknjólatré um daginn verð ég að koma því á framfæri að læknirinn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni hringdi og baðst afsökunar. Ég nefnilega sendi listann til baka eftir að hafa skrifað á hann að meintur þátttakandi hefði látist í fæðingu (var kurteis, skrifaði ekkert um miðla eða neitt!). Þeim er semsagt fyrirgefið.
Annars er allt á milljón í skólanum, ég er að reyna að vera dugleg til að bæta fyrir leti undanfarinna daga...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli