Hvaða samsæri er í gangi? Er einhver sem fylgist með tónlistarsmekknum mínum og ákveður að flytja inn tónlistarmenn eftir því hvernig hann er? Það er nú eitt að afgömul pönkhljómsveit sé enn að spila en þarf endilega að troða þeim hingað á klakann og setja mig í klemmu? Já klemmu, því það gæti verið gaman að heyra í þeim en það gæti líka verið hrein hörmung því þeirra tími er liðinn þótt hann lifi á geisladiskum þegar maður lokar augunum og ímyndar sér að maður sé að hreinsa holræsin í Blackpool árið 1980 eða álíka... Mér finnst líka alltaf eins og það sé einhver örvænting í gangi þegar úreltar hljómsveitir koma hingað til að halda tónleika... Ég vil ekki að Stranglers séu örvæningarfullir gamlir pönkarar því mér fannst þeir flottir. Áður en maður veit af verður FM 957 byrjað að hamast á peaches og golden brown svo allir aular Íslands flykkjast á tónleikana án þess að þekkja gullmola á borð við princess of the streets og hangin' around. Svei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli