Stranglers voru flottir! Ég var samt ekki of bjartsýn þegar það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk inn í íþróttahúsið var tilkynning sem sagði: vegna ofnæmis trommuleikara The Stranglers eru reykingar ekki leyfðar í salnum! Ekki það að mig langaði að reykja þarna heldur var þetta svoooolítið meira gamalmennalegt en rokkaralegt! En þeir rokkuðu á sviðinu og það var allt sem þurfti :)
Það er brjálað að gera þessa dagana, próflestur og vinna. Mætti samt vera aðeins duglegri við lesturinn, held að það séu blikur á lofti með að ná seinna prófinu vegna þess að mig vantar uppeldisvísindalegar heilastöðvar. Spurning hvort heilsan gefi sig á þessum síðustu og verstu tímum...
Annars allt fínt að frétta, allir dafna vel. Grísastelpa spilar á tónleikum á laugardaginn og ég læt mig að sjálfsögðu ekki vanta. Skröggur minn á bráðum afmæli og ég þarf að leggja höfuðið í bleyti og finna flotta gjöf handa honum. Pásarnir dafna vel, aðaláhugamálið hjá þeim þessa dagana er að búa til sag úr bastkörfu sem ég henti í Kíkí til að fá vinnufrið.
Rosalega hlakka ég til þegar prófin verða búin... þá get ég farið að jólast í gríð og erg með góðri samvizku. Ég er svo þungt haldin að þessu prófaveseni að ég hef bara einu sinni hlustað á uppáhalds jólalagið mitt sem er þrettán dagar jóla í flutningi Prúðuleikaranna. Kannski ég skelli því á núna fyrst ég er ekki að læra...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli