24. febrúar 2005

Ía úa tra! öskraði Tralli. Hvalurinn skyrpti Tralla upp á Suðurhafseyju...
Ía úa tra! öskraði Gríshildur. Onei... þetta virkar ekki, ég er ennþá á norðurhveli jarðar.
Fór í Þrekhúsið í gær, steig dansspor uppi á palli með lóð í höndum og Ronju mér við hlið. Vöðvar sem hafa ekki verið í notkun í mörg ár tóku við sér og gera vel grein fyrir sér í dag. Ofan á allt mætti ég í vinnuna klukkan sjö í morgun svo hugurinn er ekki síður óstarfhæfur en ryðgaði skrokkurinn minn.
Nú er ég komin í helgarfrí í vinnunni. En ekki í skólanum. Á morgun þegar ég vakna endurnærð mun ég leggja lokahönd á verkefni 2. Þá er bara eitt stórt verkefni eftir á þessari önn. Merkilegt hvað tíminn flýgur og togar mig með. En ég get huggað mig við að með hjálp grimmu konunnar í Þrekhúsinu verð ég í betra formi þrítug en tuttuguogníu...

Engin ummæli: