28. febrúar 2005

Gríshildur fór inn í gæludýrabúð og rak strax augun í glæsilegan páfagauk sem kostaði 5.000,- krónur.

„Af hverju er hann svona ódýr?“ spurði Gríshildur.
Gæludýrabúðareigandinn leit á hana og sagði: „Sko, málið er að þessi páfagaukur hefur verið í mörg ár í vændishúsi og getur verið ansi orðljótur. Hreint hroðalega. Þess vegna er hann á útsöluprís.“

Gríshildur ákvað samt sem áður að kaupa gauksa, fór með hann heim og hengdi búrið upp í borðstofunni.

Fuglinn leit í kringum sig, síðan á Gríshildi og sagði: „Nýtt hús, ný húsfrú.“
Gríshildi varð brugðið en fannst þetta síður en svo ljótt orðbragð.

Nokkru síðar kom stelpugrís með vinkonum síunum heim úr skólanum og fuglinn sagði um leið: „Nýtt hús, ný húsfrú og nýjar hórur.“
Stelpurnar voru dálítið móðgaðar en byrjuðu svo að hlæja að þessum fyndna fugli.

Augnabliki síðar kemur eiginmaður Gríshildar heim úr vinnunni.

Páfagaukurinn leit á hann og sagði: „Sæll Skröggur!!!“

(Þetta er ekki sönn saga...)

Engin ummæli: