Þessi pistill hefst með smá upprifjun frá 1. apríl en þá gabbaði ég fólk upp úr skónum með því að segjast hafa keypt mér risapáfagauk, Fernando sem gæti lært alls kyns listir...
Stundum framkvæmir maður áður en maður nær að hugsa... það fjölgar enn í fjölskyldunni, en nýjasti meðlimurinn er væntanlegur innan tíðar. Ef allt gengur að óskum á hann eftir að læra að renna sér á línuskautum, kasta bolta í körfu og margt fleira. Umfram allt á hann örugglega eftir að lifa lengur en ég því svona pjakkar eiga að geta lifað í áttatíu ár...
Þetta var ótrúlega skemmtilegt gabb, það voru svo margir sem trúðu þessu! En ég var nú ekkert alveg að plata... það er nefnilega engin lygi að það fjölgi enn í fjölskyldunni því það er lítill laumufarþegi í malla mínum og vonandi á hann eftir að renna sér á línuskautum og allt það...
Gamangaman :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli