"Eymd er valkostur" er einn af mínum uppáhalds frösum. Hann á samt ekki við núna þar sem ég ræð ekkert við þessa eymd sem hellst hefur yfir mig í formi flensu eða einhvers skylds skratta. Ég er algjörlega að andast úr leiðindum eftir að hafa eytt gærdeginum uppi í sófa og það sem af er degi upp í rúmi. Hvar væri ég án blessaðrar fartölvunnar minnar sem er þó búin að reyna að skemmta mér með því að renna Bridget Jones í gegn. Netsambandið er hins vegar ekki nógu gott hérna inni og gengur illa að halda uppi samræðum á msn.
Næst á dagskrá er að skella Pride and Predjudice í spilarann, það kemur ekki að sök þótt ég sofni yfir því, kann þættina nánast utanað. Get líka spólað til baka ef ég missi af atriðinu þar sem hinn fagri Fitzwilliam Darcy stingur sér til sunds á skyrtunni... mmm :)
Sjóðheitar og steiktar óráðskveðjur úr dyngju Gríshildar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli