Ritgerðin er tilbúin og ég veit ekki hvað ég á að gera við mig... skrýtið að hafa ekkert skóladót hangandi yfir sér! Á meðan ég var að vinna ritgerðina var ég að bilast yfir því að mig langaði svo svakalega að taka til í fataskápnum mínum. Ég fullvissaði sjálfa mig um að þegar ég væri búin með ritgerðina væri mér guðvelkomið að eyða sólarhringum í skápatiltekt. En nú horfir svo við að mig langar ekki neitt að taka til í fataskápnum. Hins vegar nenni ég alveg að lesa stóru bókina mína með öllum Hitchhiker's guide sögunum en mig langar líka að spara hana og lesa hana undir sólhlíf eftir nokkrar vikur.
Kannski ég góni bara út í loftið í smá stund... þar til ég tek bananabrauðið út úr ofninum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli