Sofnaði yfir sjónvarpinu áðan og dreymdi um pálmatré og sól þar til ég hrökk upp með andfælum við að freki fuglskrattinn beit mig í nefið. Urrrrr ég er úrill!
Annars er allt fínt að frétta. Milli þess sem ég hef verið í vinnunni þessa vikuna hef ég farið í ýmsar fegrunaraðgerðir. Hárið er orðið nógu ljóst til að Skröggur týni mér ekki í mannhafinu á Spáni. Fætur eru snyrtir og táneglur skreyttar með glitrandi steinum. Neglur á fingrum eru einnig snyrtar og styrktar til að þola ágang sjávar og klórvatns. Augabrúnir eru plokkaðar og litaðar svo ég líti ekki út eins og albínói með ljósa hárið. Það má því segja að ég hafi verið tekin í gegn frá toppi til táar...
Eftir eina viku verð ég á Spáni jibbííí!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli