Helgin að verða búin og hið daglega amstur í aðsigi. Er búin að hafa það aldeilis fínt. Á föstudaginn fórum við að hitta ljósuna og allt var í toppstandi. Svo var ég send í hefðbundnar blóðprufur. Þrátt fyrir að hafa lifað þær af síðast var ég handviss um að ég myndi hrynja í gólfið og pissa á mig og var voða lítil og aum á meðan danska kóngablóðinu var dælt úr mér. Þá var nú gott að hafa Skrögg til stuðnings. Ég datt hvorki né meig á mig en góða skapið fór með þessum blóðdropum og kom ekki aftur fyrr en í gær. Þá fór ég með Grísapæjunni í pæjubúðir og hún dressaði sig upp fyrir ferðalagið sitt.
Svo fórum við í óléttubúðir og sáum forljót og rándýr óléttuföt. Labbaði út með tvennar nærbrækur sem ná upp fyrir brjóst og eiga örugglega eftir að koma sér vel í framtíðinni. Að auki keypti ég Duran Duran greatest og það fylgdi með honum DVD diskur sem er sérlega góð heimild um hvað 9. áratugurinn var dásamlegur!
Í dag hitti ég Soffíu, Mörtu og Laugu og tvær kisur. Ég þori ekki annað en að segja að það hafi verið gaman því ég veit að þær lesa þetta... Svo hitti ég saumaklúbbsfólk og það var líka gaman. Nú sit ég með ístruna út í loftið eftir stanslaust brauð- og kökuát frá kl 12 og bíð eftir að Skröggur komi heim að grilla handa mér! Um að gera að éta nógu mikið, notfæra mér löglega afsökun fyrir þyngdaraukningu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli