16. júlí 2005

Er komin til Íslands aftur eftir frábæra daga í Manchester. Ferðin heim gekk vel. Það var samt alveg hræðilega heitt í neðanjarðarlestunum og áður en við komumst út úr miðbænum voru lestirnar alveg troðnar. Eins gott að vera ekki með innilokunarfælni! Við komum heim eftir miðnætti á fimmtudaginn en þar sem við Kríli vorum ekki búin að fá nóg af flugferðum enn skelltum við okkur til Egilsstaða í gær. Erum í góðu yfirlæti hjá Ma&Pa. Hitti Grísastelpuna mína eftir mánaðar aðskilnað. Það verður ekki langt þangað til að hún verður jafn há og ég og hún er strax farin að líta nýju skóna mína hýrum augum og á örugglega eftir að stela þeim af mér þar sem hún er komin í sömu skóstærð! Jamm nú á ég alveg ungling...
Goggi, páfagaukurinn sem er í fóstri hjá Ma&Pa er mesti hávaðaseggur sem ég hef kynnst þannig að Kermit&Kíkí verða rosa þægar í samanburðinum! Hann situr núna uppi á gardínustöng, kúkar í gardínurnar og pikkar í vegginn eins og spæta.

Í dag fórum við niður á Reyðarfjörð og ég sá Fjarðarálssvæðið. Ljótt, ljótt og fúlt að það sé í garðinum á Sómastöðum sem er ættaróðalið mitt (sjá mynd)! Á Reyðarfirði hitti ég frændfólk mitt sem ég hef ekki séð lengi. Við sátum úti í garði og röðuðum í okkur kræsingum :)

Þrátt fyrir allt átið niðurfrá er ég aftur byrjuð að slefa vitandi af mömmu inni í eldhúsi að útbúa grillspjót... úff hvað verður leiðinlegt á mánudaginn þegar sumarfríið er búið og vinnan tekur við ljúfa lífinu sem maður hefur lifað undanfarnar fjórar vikur.

Engin ummæli: