Goggi, páfagaukurinn sem er í fóstri hjá Ma&Pa er mesti hávaðaseggur sem ég hef kynnst þannig að Kermit&Kíkí verða rosa þægar í samanburðinum! Hann situr núna uppi á gardínustöng, kúkar í gardínurnar og pikkar í vegginn eins og spæta.
Í dag fórum við niður á Reyðarfjörð og ég sá Fjarðarálssvæðið. Ljótt, ljótt og fúlt að það sé í garðinum á Sómastöðum sem er ættaróðalið mitt (sjá mynd)! Á Reyðarfirði hitti ég frændfólk mitt sem ég hef ekki séð lengi. Við sátum úti í garði og röðuðum í okkur kræsingum :)
Þrátt fyrir allt átið niðurfrá er ég aftur byrjuð að slefa vitandi af mömmu inni í eldhúsi að útbúa grillspjót... úff hvað verður leiðinlegt á mánudaginn þegar sumarfríið er búið og vinnan tekur við ljúfa lífinu sem maður hefur lifað undanfarnar fjórar vikur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli