24. júlí 2005

Úgg, vinnutörn lokið og mér er líka allri lokið... en það virðist ekki hafa áhrif á Kríli sem æfir kung fu af kappi.
Annars get ég ekki sagt neitt af viti núna, geri ráð fyrir að bloggandinn komi yfir mig þegar ég held áfram í próflestrinum því þá verð ég líklega fær um allt annað en að einbeita mér að því sem ég á að vera að gera!
Hrós dagsins fær Skröggur sem fór sem stormsveipur um heimilið með nýja örtrefjaklútnum sínum svo fyrrverandi tengdamamma með hreingerningabrjálæðið hefði ekki getað gert hreinna :)
Grísastelpa fær hins vegar ekkert hrós því hún hefur ekki tekið til í herberginu sínu síðan í byrjun júní.

Engin ummæli: