26. ágúst 2005

Ljómandi góður dagur enn sem komið er.
Heimsótti nýjasta saumóbarnið sem er tveggja vikna prinsessa og strax svo vel upp alin að ég verð að fá uppskrift af svona væru barni hjá mömmunni. Hef áður fengið uppskrift af brauðrétti hjá henni sem heppnaðist mjög vel :)
Fékk niðurstöðuna úr prófinu mínu og mér til mikillar undrunar var ég með fína einkunn og hæst af þeim sem tóku prófið núna svo ég er rosalega ánægð.
Svo fór ég í sundtímann minn og spriklaði þar undir létt96,7tónlist sem er vel við hæfi þar sem fjöldi hægfara og þungra kvenna kemur saman til að gera grindarbotnsæfingar í vatni. Ég lifi þetta af á meðan Michael Bolton kemur ekki nálægt græjunum.
Grísastelpa er farin í "sleep over party" hjá bekkjarsystur sinni, það er nóg að gera í félagslífinu hjá henni þessa dagana. Hún er miklu duglegri að vera með stelpunum núna en í fyrra og ég er mjög ánægð með það. Besta vinkonan í bekknum er dóttir ljósunnar minnar, það er sniðugt og gott fyrir mig því hún fær þá að heyra á fleiri stöðum en hér að hún eigi að vera dugleg að hjálpa til :)
Eftir því sem ég best veit er Júpíter Mörtubarn á leiðinni í heiminn í dag, ég bíð spennt eftir fréttum frá fæðingardeildinni á Akranesi og vona að allt gangi vel.

Engin ummæli: