24. ágúst 2005

Bumbublogg

Bumbuskoðun í morgun leiddi eftirfarandi í ljós:
Mamman hefur þyngst um 10 kg síðan barn kom í bumbu. Mamman hefur verið dugleg að innbyrða járn (án þess að vera sérstaklega að reyna það). Blóðþrýstingur mömmunnar er fínn. Mamman er þreytt og fékk vottorð um að minnka vinnuna... jibbííí bæbæ helgarvaktir!
Pabbinn á að sjá um erfiðustu heimilsstörfin eins og að ryksuga og skúra :)
Barnið var með reglulegan og fínan hjartslátt og stendur á haus.

Semsagt allt ljómandi fínt, ljúft líf framundan hjá mér og Kríli!

Engin ummæli: