10. október 2005

Mánudagur

Húrra, bara 5-9 vikur þar til ég fæ að knúsa krílið sem skoppar inni í mér!

Helgin var fljót að líða, svo fljót að ég man varla hvað ég gerði. Rámar samt í að hafa farið í reynsluakstur á Peugeot sem komst ekki í hálfkvisti við Scenicinn sem ég er kolfallin fyrir.

Skröggur hélt áfram að færa til húsgögn og tölvuborðið er farið úr verðandi barnaherbergi ásamt fataskápnum sem ég hef aldrei þolað. Fljótlega verður hægt að sparsla og mála og svo sækja barnadótið niður í geymslu. Við keyptum gardínur í herbergið og myndir á veggina. Það er gaman að undirbúa... sérstaklega þegar aðrir sjá um allt erfiðið!

Í gær höfðum við alvöru sunnudagsmat, lambalæri, brúnaðar kartöflur og tilheyrandi. Held að þetta hafi verið í þriðja skiptið sem við eldum læri, mér reiknast svo til að við leyfum okkur þennan munað einu sinni annað hvert ár þannig að næst verður eldað læri á þessu heimili árið 2007... hehe :)

Engin ummæli: