6. október 2005

Fimmtudagspistill

Svei hvað ég er löt að blogga!
Það er samt frá nógu að segja. Ég fór í foreldraviðtal og fékk að vita að dóttir mín væri duglegasti nemandinn í bekknum. Gamangaman :) Svo fór ég í klippingu og yngdist um áratug við það. Svo er ég búin að fara í bumbuskoðun og sónar og heimsókn til heimilislæknisins. Athuganir leiddu í ljós að í bumbunni er meðalstórt barn sem vegur ca 2050 grömm og hefur ekki náð að flækja sig í naflastrengnum. Mér sýndist það vera nokkuð svipsterkt, með bollukinnar og nefið mitt. Þegar barnið horfði beint fram var ég viss um að það væri stelpa en svo sneri það sér á hlið og þá var það miklu strákalegra... Heimilislæknirinn samþykkti að ég væri ófær um að vinna vinnuna mína svo ég mæti ekki meira í vinnu fyrr en eftir að fæðingarorlofi lýkur. Mér leið samt eins og svikahrappi í skoðuninni því ég var alveg ágæt í skrokknum þá enda búin að liggja í leti allan daginn. Ef ég hefði farið í gærkvöldi eftir vinnu hefði mér “liðið betur” því þá gat ég varla hreyft mig!
Skröggur er á kafi í hreiðurgerð, búinn að færa húsgögn á milli herbergja þannig að það fer að verða pláss fyrir barnadótið í barnaherberginu. Þar sem ég get ekki fært til húsgögn læt ég mér nægja að hekla teppi, þannig er hreiðurgerðaráráttu minni fullnægt! Í öllum tilfæringunum varð tölvuborðið atvinnulaust og vantar nýtt heimili svo ef einhver vill taka það að sér verðum við voða fegin. Annars endar það í Góða hirðinum innan tíðar.

Ætla að kíkja á nýja breska þáttinn á rúv... góðar stundir :)

Engin ummæli: