27. október 2005

Ósjálfráð viðbrögð

Þar sem ég stóð og saxaði niður papriku í afríska pottréttinn sem ég ætla að hafa í kvöldmatinn heyrði ég að Guðni Már var að gefa miða á tónleika. Ómeðvitað greip ég símann og hringdi í Rás 2. Jafn ómeðvitað talaði ég við manninn sem svaraði og veit enn ekki hvað okkur fór á milli nema að ég á núna tvo miða á tónleika með Dúndurfréttum í kvöld! Ef ég kemst í Led Zeppelin bolinn minn ætla ég að fara í honum. Það er samt ósennilegt því ég get ekki rennt upp úlpunni minni lengur og geng því í dúnúlpu af tengdamóður minni. Fyndið fólk hefur af þeim sökum líkt mér við þennan...

Best að leggja sig svo maður verði upplagður fyrir kvöldið.

Engin ummæli: