Ég samgleðst Húsvíkingum sem eru í skýjunum yfir rotnuðu hvalhræi (náhval nefnilega!) sem þeir fengu að gjöf frá vinum sínum á Grænlandi. Húsvíkingar munu eyða vetrinum í að hreinsa ýlduna af hvalbeinunum sem verða svo til sýnis næsta sumar. Gaman!
Frú Sunna og Júlía Jökulrós mættu í bröns og fá þær þakkir fyrir að stytta mér stundir :) Ég tók lokapróf í að skipta út stelpukúkableyju fyrir hreina bleyju og stóðst það með glans samkvæmt úrskurði dómnefndar.
Lúðrablásturstónleikarnir í gær fóru vel fram. Krílið var miklu rólegra yfir þessu en ég átti von á en það hefur kannski verið að einbeita sér svona mikið að heyra fagra flaututóna systur sinnar.
Jólaskapið er að færast yfir, ég hlakka til að láta Skrögg setja upp seríur í gluggana um helgina en sjálf ætla ég að myndast við að búa til einhverja aðventuskreytingu með þemanu “hafa skal það sem hendi er næst”. Grísastelpa er að skrifa óskalista, hún heldur að hún fái einhverjar jólagjafir þrátt fyrir að það gleymi henni örugglega allir þegar Krílið kemur í heiminn...
Ég heimta að geta farið að blogga um Krílið utan bumbu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli