Litla lukkutröllið mitt er gríðarlegt átvagl. Samt hefur hann ekki undan að gleypa í sig alla framleiðsluna. Þessvegna er ég komin í stærra númer en Dolly Parton. Sem er ágætt því júbburnar draga athyglina frá því hvað maginn er eitthvað ólánlegur nú um stundir. En með hjálp litla átvaglsins er möguleiki á að ég komist í kjólinn fyrir jólin... svo framarlega sem hann er ekki þröngur yfir barminn.
Annars ríkir hér hamingja og friður, við erum alveg úr tengslum við raunveruleikann og ég gleymi meiraðsegja að éta súkkulaðið úr dagatalinu mínu.
Við erum alveg komin í stuð fyrir heimsóknir, hringið bara á undan ykkur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli