Fyrir um það bil 20 árum áttum við Erna alveg eins grænar flauelsbuxur og bleikar peysur. Mér fannst það alveg æði.
Mér datt þetta svona í hug þegar ég var búin að hringja í Mörtu í dag og athuga hvar hún keypti svörtu thai buxurnar sínar. Nú getum við Marta spókað okkur í alveg eins buxum, næstum því alveg eins úlpum og með stráka í barnavögnum. Mér er alveg sama þótt það sé hallærislegt, ég er svo ánægð að passa í eitthvað annað en joggingbuxur og óléttubuxur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli