Grísastelpa var að gúffa í sig fínum og dýrum konfektmola. Mamman, hissa á græðgi dömunnar í svona “fullorðinsnammi”, spurði hvort henni fyndist þetta gott.
Stelpa: Ég elska svona hnetukjaftæði!
Mamma: Þetta heitir súkkulaði eða nammi en ekki kjaftæði.
Stelpa: Víst getu þetta heitið kjaftæði.
Mamma: ??
Stelpa: Sko, maður setur það í kjaftinn og það er bara æði!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli