Ég er búin að éta yfir mig af óhollustu síðustu vikurnar. Samt langar mig voða lítið í hollan og góðan mat... það fyrsta sem mig langar í þegar ég vakna á morgnana er jólaís, makkíntoss (vindlamolinn, appelsínumolinn og jarðaberjamolinn) og jólaöl eða eitthvað gos. Og það var morgunmaturinn á meðan birgðir entust. Nú er aftur kominn tími á skyr og ristað brauð sem er hrikalega óspennandi. Nú væri gott að fá hundrað og eitthvað milljónir í eftirlaun. Ég myndi þá hiklaust ráða til mín einkakokk sem hefði tilbúið hið girnilegasta morgunverðarhlaðborð þegar mér þóknaðist að rísa úr rekkju. Hann myndi líka raða á fat fallegum og góðum ávöxtum sem ég gæti nartað í yfir daginn þar til dýrindis kvöldverður yrði fram reiddur.
Jamm...
Í morgun borðaði ég jöklólegan morgunmat... ristaðbrauð með smjöri&osti og drakk kókómalt með. Skæl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli