2. febrúar 2006

Svínka í orlofi

Það er alveg rosalega mikið að gera hjá mér, ég hef bara varla tíma til að setjast niður og blogga. Það er nefnilega fullt starf að vera í fæðingarorlofi. Mömmumorgnar einu sinni í viku, daglegar gönguferðir með kríli í vagni, heimsóknir og setur á kaffihúsum. Svo auðvitað að borða vel og mikið til að halda við mjólkurframleiðslunni, það tekur nú tímann sinn. Svo vakir barnið stundum og þá er ekki annað hægt en að dást að því, knúsast, syngja og spjalla. Barnið þarf líka að drekka og svo eru bleyjuskipti við og við. Eftir hverja gjöf er barnið hrist lítillega svo það gubbi sig allt út svo hægt sé að setja það í ný föt. Það er nefnilega líka fullt starf að nota öll fínu fötin sem barnið á.
Það er svo gaman að vera til og eiga svona dásamlegan lítinn strák.

Engin ummæli: