25. apríl 2006

þetta er örugglega ömurlegasta auglýsingaherferð í heimi . Það er ekki séns að ég myndi skipta um símafyrirtæki bara út af því hvað þessar auglýsingar fara hrikalega í taugarnar á mér. Og það keyrði um þverbak þegar þetta drasl sendi mér gluggapóst. Bara það að fá gluggapóst lætur mig fá viðbjóðshroll og þá skiptir engu máli þótt reikningurinn hafi verið upp á núll krónur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Garg ég er ekkert smá sammála, ég fæ alveg græna gæsahúð þegar þessar SKO auglýsingar byrja.
Ojbara!

Nafnlaus sagði...

Hvað þá ef maður fékk tvöfaldan skammt af gluggapósti! *hrollur*

Nafnlaus sagði...

já þessar auglýsingar fara nett í pirrurnar á manni, glataðar!!

En það var gaman að hitta ykkur í dag, reyni að láta ekki líða svona langt á milli næst:)

kv.Fríður

Nafnlaus sagði...

SKO alveg sammála - óþolandi auglýsingar. Og get alveg lofað ykkur því að þetta verður SKO ekki ókeypis eins og þeir auglýsa!!!