6. apríl 2006

Ég ætlaði aldrei á mömmumorgna því þangað fara nú örugglega bara einhverjar kerlingar. Þaðan af síður ætlaði ég að fara með ungbarn í sundtíma og baða það upp úr allskyns viðbjóði sem gæti leynst í innisundlaugum sem flestar eru notaðar af fólki sem á erfitt með að halda í sér.

En raunin er sú að ég hef bara sleppt einum morgni í kirkjunni síðan He-man var sex vikna. Og ég er sjálfsagt kerlingin í hópnum þar enda komin á fertugsaldur. Í kvöld fórum við í þriðja sundtímann. He-man stendur undir nafni og í kvöld benti kennarinn á hann og sagði að hin börnin ættu að gera eins og hann.

Jabb, ég þarf að éta ýmislegt oní mig. Eins gott að eiga magafegrunartæki til að vinna á öllu átinu...

Í fréttablaðinu í dag var mynd af karli sem yrkir einhver ljóð sem hann kallar vinjettur og hefur látið búið til fagurkeraskeiðar í stíl... hver kaupir þetta eiginlega? Ég þekki þennan karl ekkert en hann fer samt hrikalega í taugarnar á mér!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er einmitt þess vegna sem ég reyni að forðast að nota orðið "aldrei", maður verður svo áþreifanlega var við það þegar maður hefur rangt fyrir sér hehehe ;)

marta sagði...

ahhh!!
þarna er komin ástæða fyrir bumbunni sem vill ekki fara.Ég er sífellt að gúffa í mig pre-Hjörtur yfirlýsingum.:)