Fyrir þrettán árum lá ég á fæðingardeildinni á Egilsstöðum, nýbökuð mamma. Litla grísastelpan mín var rauð og krumpuð og með frekar hallærislegt hairdo en samt fallegasta barnið í öllum heiminum. Þennan dag fyrir þrettán árum byrjaði lífið okkar saman. Ég er óskaplega stolt af stelpunni minni. Hún er falleg, góð og vel gefin og þegar hún kemst yfir gelgjuna verður hún ekkert annað en fullkomin :D
Fyrir tveimur árum kom svo í heiminn dásamlega fallegur strákur. Litli englagrísinn minn sem fær örugglega fína köku með tveimur kertum uppi í Skýjaborg í dag. Hér niðri á jörðinni er leiðið hans skreytt með blöðrum og við kveikjum á kertum og sendum honum ástar- og saknaðarkveðjur.
Til hamingju elsku grísir :)
7 ummæli:
Til hamingju með afmælið Gríslingar :-)
Til hamingju með daginn allir, grísastelpa og aðrir grísir :-*
Horfi upp í himinn á eftir og sendi fingurkoss ;0)
til hamingju með börnin þín,
kæra helga mín.
Til hamingju með daginn kæra grísafamelía. Sendi afmælisbörnum fingurkoss :*
Til hamingju með daginn stóra!
Hey er ekki Grísastelpa að hefja sitt fyrsta ár sem táningur? ;)
Sjáumst á morgun...
Til hamingju með börnin! OG til hamingju börn
Lynja
Til hamingju með Grísatáninginn og Grísaengilinn! Þú berð kannski táningnum kveðju mína.
Skrifa ummæli