17. maí 2006
Stundum finnst mér að ég sé eina tillitsama manneskjan í heiminum. Þá verð ég leið og einmana og ekkert getur lagað það nema heil dolla af Ben&Jerry's ís. Skröggur bað mig um að skilja smá ís eftir handa sér. Eftirstöðvar leiðans eru jafn litlar og ísinn sem ég skildi eftir handa honum. Samkvæmt mínum útreikningum jafngildir magn íssins sem eftir er styrk vonbrigðanna sem Skröggur mun finna fyrir þegar hann ætlar að fá sér ís. Vonbrigðin verða því mjög væg. Já, svona er ég nú tillitsöm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hahahahaha þú er snillingur Gríshildur mín :)
kveðja
Leifur
Er mín byrjuð á ískúrnum? Rosalega fannst mér það góð hugmynd;-)
Skrifa ummæli