Kæru lesendur. Ég hef rosalega lítinn tíma til að blogga núna, allur frítíminn fer í nýja áhugamálið mitt. TAUBLEYJUR! Það eru til skrilljón tegundir af taubleyjum og fylgihlutum í öllum regnbogans litum. Það eru til spjallhópar, leiðbeiningasíður, sölusíður, áhugamannasíður... og meira að segja fólk (konur) sem viðurkenna að vera bleyjufíklar. Já taubleyjur eru skemmtilegar, allavega þegar maður á góða þvottavél. Og með því að ganga í samfélag þessa furðufugla sem hafa taubleyjur að áhugamáli minnkar heimilissorpið hjá mér umtalsvert, náttúran græðir en Libero tapar.
Ég veit að ykkur finnst ég vera klikk!
5 ummæli:
hahahaha þú ert fyndin! :D
Gríshildur bleiufíkill!
Krúttlegt áhugamál :)
Kv. Martha
taubleiur eru æði :) þessi á myndinni er sérlega flott :)
Ó, ég hélt það væru bara til svona hvítar ferkantaðar og plast yfir...
Ja, hérna! Eins gott að eiga góða þvottavél.
Ég ætti kannski að fara fjárfesta í svona fyrir mína, stefnir allt í að hún verði með bleyju og pela fram að fermingu
Skrifa ummæli