17. júlí 2006

Alveg var ég nú búin að gleyma því að fyrir tæpu ári sat ég sveitt við að lesa undir próf í inngangi að uppeldisvísindum. Ég var sérlega pirruð yfir að þurfa að lesa um Aristóteles, Plató og fleiri karla sem voru uppi í fornöld, og skildi ekki hvað ég sem þroskaþjálfi þyrfti að vita um þá. Til að fá útrás fyrir pirringinn bjó ég spurningu og sendi Vísindavefnum. Þetta allt rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kíkti á tölvupóstinn minn í gær... það er nefnilega komið svar!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha góð:)

ég fékk alveg hroll og æluna upp í háls þegar ég las þessi þrjú orð...inngangur að uppeldisvísindum!!!

Nafnlaus sagði...

hehehehe góð spurning!

og þeir ekkert smá fljótir að svara henni! :D

Nafnlaus sagði...

Gríshildur þú ert snillingur! Lynja

Nafnlaus sagði...

Gæskan.
Mig langaði bara að óska þér til hamingju með afmælið :)
Knús og kossar og svo mæti ég bara í trylltum partýgír í kvöld ;)