31. júlí 2006

Á maður nokkuð að fara á bömmer yfir að vera orðin þrjátíuogeitthvað? Frekar að þakka fyrir að eldast svona vel :D

Átti ljómandi góðan afmælisdag á föstudaginn. Fékk að sofa út og þegar ég kom á fætur beið eftir mér kaffi og pakki og unnustinn að hræra í pönnukökur. Í pakkanum leyndust miklar heimsbókmenntir gefnar út af besta vini Skröggs (kaldhæðni) og vísbending um alvörugjöfina sem ég fann eftir nokkra leit hangandi fram í fatahengi. Því miður er veðrið búið að vera allt of gott síðan til að ég hafi getað spókað mig um í nýja fína dúnvestinu mínu...
Seinni part dags héldum við svo til Flúða þar sem við eyddum helginni með foreldrum mínum í æðislegum bústað.

Og þar með er fæðingarorlofi og sumarfríi lokið. Á morgun mæti ég til vinnu og Skröggur fær að njóta þess að vera í feðraorlofi. Vonandi tekst Skröggi ekki að halda heimilinu hreinu á meðan ég er í vinnunni, a.m.k. ekki betur en mér tókst til!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æði gæði! :D

hvernig gekk í vinnunni??

Nafnlaus sagði...

Alls ekki að vera á bömmer yfir aldrinum. Hjá Búddistum tölum við stundum um lukkunúmer í stað aldurs, því vissulega erum við heppin að fá að sjá þessa tölu hækka :)
Til hamingju með lukkunúmerið þitt :)

Nafnlaus sagði...

Það á alls ekki að fara á bömmer yfir að vera þrjátíuogeitthvað, eða bara yfir aldri yfirleitt en þá má sko aldeilis fara á bömmer yfir að vera ekki búin að blogga í marga mánuði.
Sussumsvei, KOMASVO!