5. október 2006

Rispan á kinninni er alveg að hverfa en ég er allmörgum hárlufsum fátækari. Eins gott að ég var á útkallstaxta, ég læt ekki misþyrma mér fyrir minna en þúsund kall á tímann...

Í dag ætla ég á róló og í sundtíma með Glókolli mínum. Ef ég réði myndi ég leyfa fólki að vera í fæðingarorlofi eins lengi og það nennti. Bara með því skilyrði að það hugsaði vel um börnin sín. Þá þyrfti ég aldrei að vinna framar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úfff og á!
:-s

Nafnlaus sagði...

Jimundur minn eini!

Ég mæli með Svíþjóð, svei mér þá ef þeir borga ekki foreldrum fyrir að vera heima með börnunum sínum alveg fram á skólaaldur ef þeir nenna því.

;)

Nafnlaus sagði...

hæ rakst á síðun þína :) ohh hvað ég er sammála þér með fæðingarorlofið! þú þarft að komast á þing!! :D hey og gaman að sjá ykkur í sumar í Bjarkalundi kveðja Guðný Lára

www.barnanet.is/alexernir
www.barnanet.is/ingimundur

Nafnlaus sagði...

mmm... vinnumisþyrmingar.